Saman erum við sterkari!
Þegar við komum saman, plottum og plönum, skálum og skellihlæjum, styðjum og hlustum — þá erum við sterkari. Kvennaár býður upp á viðburði þar sem konur og kvár koma saman — en það gera líka fleiri aðilar; aðstandendur Kvennaárs, önnur félagasamtök og stofnanir. Hér má finna yfirlit yfir viðburði framundan.