Svövustund

Í tilefni af kvennaári fagnar Bókasafn Hafnarfjarðar Svövu Jakobsdóttur sérstaklega og býður til afmælisveislu til heiðurs henni þann 4. október.
Sjöfn Asare, bókmenntafræðingur og hluti Lestrarklefans, heldur fræðsluerindi um þessa stórmerkilegu og afkastamiklu konu. Eftir það lesa María Thelma og Bergdís Júlía, hjá Spindrift Theatre, nokkrar smásagna Svövu.
Í framhaldi af þessum viðburði munu gestir safnsins geta notið hljóðefnis, mynbandsupptakna og prentefni tengt Svövu, verkum hennar og afrekum.
Læsi á stöðu og baráttu kvenna er samstarfsverkefni almenningsbókasafna á Íslandi í tilefni af Kvennaári 2025.
Verkefnið er styrkt af Bókasafnasjóði.

UPPLÝSINGAR

  • Umsjón: Bókasafn Hafnarfjarðar, Spindrift, Lestrarklefinn
  • 4. október kl. 13:00
  • Bókasafn Hafnarfjarðar
  • Viðburðurinn er á 2. hæð, þangað er lyfta. Bókasafnið hefur fengið viðurkenningu Sjálfsbjargar fyrir aðgengi. Í boði verða veitingar, endilega látið vita tímanlega ef um loftborin fæðuofnæmi er að ræða svo hægt sé að fyrirbyggja skaða. Afslappað umhverfi.
  • Íslenska // Icelandic