Ungfrú Ísland – sérstök Kvennaárssýning
Um sýninguna
Ungfrú Ísland – verðlaunaskáldsaga Auðar Övu
Verðlaunaskáldsaga Auðar Övu birtist hér ljóslifandi á Stóra sviðinu í mögnuðu sjónarspili. Hekla þráir að skrifa en það reynist fjarlægur draumur fyrir unga konu á Íslandi rétt eftir miðbik síðustu aldar. Draumurinn er enn fjarlægari fyrir Íseyju, sem er gift og komin með barn og eru sjálfkrafa allar bjargir bannaðar. Bara að fá að vera til á eigin forsendum virðist utan seilingar og hið sama upplifir hinn ungi Jón John.
Ritsnilld Auðar Övu er landsmönnum að góðu kunn og hér má finna leiftrandi húmor, þungan harm og heillandi fegurð.
Miðar með 20% afslætti:
https://tix.is/is/bl/specialoffer/34rkc44dzfbbs
Leikgerð: Bjarni Jónsson í samvinnu við Grétu Kristínu Ómarsdóttur
Leikstjórn: Gréta Kristín Ómarsdóttir
Hlutverk:
Hekla: Íris Tanja Flygenring,
Jón John: Fannar Arnarsson,
Ísey: Birna Pétursdóttir,
Starkaður: Jón Hjörtur Jónsson,
Lýður og önnur hlutverk: Haraldur Ari Stefánsson,
Gottskálk og önnur hlutverk: Valur Freyr Einarsson,
Steinþóra og önnur hlutverk: Sólveig Arnarsdóttir,
Örn og önnur hlutverk: Vilhelm Neto,
Rannveig og önnur hlutverk: Esther Talía Casey,
fésýslumaður og önnur hlutverk: Jörundur Ragnarsson,
hermaður: Unnsteinn Manuel Stefánsson.
