
The Day Iceland Stood still – kvikmyndasýning
„The Day Iceland Stood Still“ eða „Dagurinn sem Ísland stöðvaðist“ er heimildamynd í fullri lengd um kvennafrídaginn á Íslandi 24. október 1975 eftir Pamelu Hogan og Hrafnhildi Gunnarsdóttur. Þann dag lögðu 90% íslenskra kvenna niður störf og margar tóku þátt í kvennafrídeginum á Lækjartorgi og víða um land. Samstaða íslenskra kvenna þvert á pólitískar línur markaði byrjun baráttunnar fyrir jafnrétti karla og kvenna og lagði hornsteininn að einum stórkostlegustu þjóðfélagsbreytingum sem íslenskt samfélag hefur gengið í gegnum. Þessi saga er í fyrsta skipti sögð á hvíta tjaldinu í skemmtilegri og leiftrandi blöndu af viðtölum, safnaefni og litríkum teiknimyndum.
Sýningin verður í fyrirlestrarsal á jarðhæð safnsins. Ókeypis er inn á viðburðinn.