Seigla og baráttuandi til framtíðar – fjáröflunarkvöld WomenTechIceland

Fjáröflunarviðburður WomenTechIceland verður haldinn í aðdraganda 50 ára afmælis Kvennaverkfallsins. Kvöldið er tileinkað því að fagna samstöðu, efla baráttuanda og styrkja tengslanetið. Búið verður til tímahylki þar sem safnað verður saman gögnum, efni, ljósmyndum og öðru sem tengist jafnréttisbaráttu kvenna, með áherslu á tæknigeirann. Á dagskrá verða erindi frá fólki með fjölbreyttan bakgrunn og þetta er einstakt tækifæri til að styrkja félagið til góðra verka.

Meðal þeirra sem koma fram eru Kristín Ástgeirsdóttir og Sara Riel, listamaður.

Allur ágóði rennur í verkefni WomenTechIceland sem miða að því að efla fjölbreytileika og inngildingu í íslenskum tæknigeira.

Miðaverð er 9.000 krónur
Viðburðurinn verður haldinn í Hafnar.haus
Miðasala er á Tix.is.
Hægt er að kaupa miða fyrir sig og styrkja aðra konu til að taka þátt í viðburðinum með því að kaupa aukamiða fyrir hennar hönd. Stjórn WomenTechIceland mun sjá um að úthluta þeim miðum.

UPPLÝSINGAR

  • Umsjón: WomenTechIceland
  • 23. október kl. 18:00
  • Hafnar.haus, Tryggvagata 17, Reykjavík, 101
  • Viðburðurinn er haldinn í Hafnar.haus sem er staðsett á 2. hæð í húsi Listasafns Reykjavíkur. Lyfta er á staðnum og aðgengi að salerni.
  • Enska // English