Seigla og baráttuandi til framtíðar – fjáröflunarkvöld WomenTechIceland

Fjáröflunarviðburður WomenTechIceland verður haldinn í aðdraganda 50 ára afmælis Kvennaverkfallsins. Kvöldið er tileinkað því að fagna samstöðu, efla baráttuanda og styrkja tengslanetið. Búið verður til tímahylki þar sem safnað verður saman gögnum, efni, ljósmyndum og öðru sem tengist jafnréttisbaráttu kvenna, með áherslu á tæknigeirann. Á dagskrá verða erindi frá fólki með fjölbreyttan bakgrunn og þetta er einstakt tækifæri til að styrkja félagið til góðra verka.

Allur ágóði rennur í verkefni WomenTechIceland sem miða að því að efla fjölbreytileika og inngildingu í íslenskum tæknigeira.

 

Aðgangseyrir: 7.000 kr.

UPPLÝSINGAR

  • Umsjón: WomenTechIceland
  • 23. október kl. 18:00
  • Hafnar.haus, Tryggvagata 17, Reykjavík, 101
  • [event_custom_fields field="_ecp_custom_6[]"]
  • [event_custom_fields field="Aðgengi"]