
Mæðraveldið á Menningarnótt
Hekla og mæðraveldið mætir á Menningarnótt og marserar inn á Mál og menningu, og hristir upp í feðraveldinu með femínískum ábreiðum. Hljómsveitin er skipuð fjórum fullorðnum femínistum og einum ellefu ára trommara. Á efnisskrá verða lög um blákaldan veruleika kvenna — karlana á Tinder, úlfatímann og meðgönguleiða — en auðvitað einnig sungið um það hvernig það er að vera tíu ára og eiga foreldri sem halda að þau séu töff.
Hekla og mæðraveldið kemur tvisvar fram (með sömu efnisskrá) á Máli og menningu; kl. 14:00 og 15:00. Láttu okkur rokka af þér rauðsokkana!
***
Söngur: Helga Maggý Magnúsdóttir
Trommusláttur: Hekla Maggý Ingólfsdóttir
Gítar: Vigdís Ásgeirsdóttir
Bassaleikur: Alex Ford
Hljómborð og textar: Inga Auðbjörg K. Straumland