Ljóðadagskrá til heiðurs Þóru Jónsdóttur

Þóra Jónsdóttir ljóðskáld varð 100 ára þann 17. janúar síðastliðinn. Í tilefni af aldarafmælinu og KVENNAÁRI 2025 vill vefurinn SKALD.IS heiðra Þóru með ljóðadagskrá þar sem lesin verða ljóð Þóru en einnig ljóð ýmissa yngri skálda. Við skorum á skáldkonur að fjölmenna í Gunnarshús, sunnudaginn 18. maí og taka þátt í tveggja tíma ljóðalestri. Boðið verður upp á kaffi og vöfflur og allir eru velkomnir að koma og lesa ljóð – eftir Þóru eða sín eigin ljóð.

Viðburðinn er á fyrstu hæð hússins og gengið inn beint af götunni og því hjólastólafært.

UPPLÝSINGAR

  • Umsjón: Skáldkvennavefurinn Skáld.is
  • 18. maí kl. 14:00
  • Gunnarshús, Dyngjuvegur 8, Reykjavík, 104
  • Your Content Goes Here

  • Your Content Goes Here