
Listakonur í Landsbankanum
Í tilefni Kvennaárs 2025 opnar ný myndlistarsýning í Reykjastræti 6 þar sem sjónum verður beint að listaverkum í eigu bankans sem eru eftir konur. Sýningin opnar á Menningarnótt og um leið uppfærum við listaverkavef Landsbankans með sérstakri umfjöllun um listaverk eftir konur.
Í listasafni Landsbankans eru fjölmörg listaverk sem teljast til þjóðargersema og mörg þeirra eru eftir konur. Við val á verkum á sýninguna var reynt að endurspegla þróun listarinnar á Íslandi 20. öld og sýna verk kvenna sem allar hafa markað spor í íslenska listasögu, hver með sínum hætti. Um er að ræða málverk, textílverk, grafíkverk og leirverk eftir 23 listakonur. Sýningarstjóri er Sigrún Hrólfsdóttir, myndlistarkona.
Sýningin verður opnuð kl. 12.00 á Menningarnótt 23. ágúst 2025. Sigrún Hrólfsdóttir sýningarstjóri býður upp á leiðsögn um sýninguna kl. 12, 13 og 14.
Í kjölfarið gefst gestum kostur á að taka þátt í göngu um húsið og skoða önnur listaverk sem þar eru. Athugið að pláss í göngurnar er takmarkað og er skráning í þær því nauðsynleg. Boðið verður upp á léttar kaffiveitingar.
Skráning í göngur: https://www.landsbankinn.is/listaverkaganga-2025
Sýningin er á jarðhæð Landsbankans í Reykjastræti 6 sem er opin alla virka daga milli kl. 9-17. Sýningin mun standa út árið 2025.