Kvennakviss á Hinsegin dögum

Ertu klárasta kvárið? Klókasta konan? Bjór, blýantar og bunki af spurningum um allt sem viðkemur hinsegin konum og kvárum — og kannski ýmislegt sem kemur þeim hreint ekki við? 

Sannkallað tilhlaup að Hinsegin dögum, tilvalið til að koma sér í stuðið og hita sig upp fyrir átök vikunnar. Spyrill verður Inga Auðbjörg K. Straumland, verkefnastýra Kvennaárs. Öll velkomin. 

Viðburðurinn er fyrst og fremst á íslensku og spurt verður m.a. út í íslenska sögu og veruleika, en styttar útgáfur af spurningum verða bornar upp á ensku. Mælt er með að fólk sem ekki talar íslensku að móðurmáli finni sér íslenskumælandi liðsfélaga. 

Viðburðurinn er haldinn í samstarfi við Hinsegin daga.

UPPLÝSINGAR

  • Umsjón: Kvennaár
  • 4. ágúst kl. 19:30
  • Iðnó, Vonarstræti 3, Reykjavík, 101
  • [event_custom_fields field="Tungumál"]
  • [event_custom_fields field="Aðgengi"]