Konur á rauðum sokkum

Árið 2025 eru liðin 50 ár frá því að konur á íslandi lögðu niður launuð sem ólaunuð störf sín og stöðvuðu þannig samfélagið.
Af því tilefni verður kvikmyndin KONUR Á RAUÐUM SOKKUM sýnd í Félagbíói í Aðalsafni Bókasafns Reykjanesbæjar sunnudaginn 26. október.

Myndin fjallar um hina íslensku rauðsokkahreyfingu sem starfaði allan áttunda áratuginn, saga hreyfingarinnar er rakin og fjallað um helstu baráttumál kvenna á þessum árum.

Læsi á stöðu og baráttu kvenna er samstarfsverkefni almenningsbókasafna á Íslandi í tilefni af Kvennaári 2025. Verkefnið er styrkt af Bókasafnasjóði

UPPLÝSINGAR

  • Umsjón: Bókasafn Reykjanesbæjar
  • 26. október kl. 13:00
  • Viðburðurinn er aðgengilegur á hjólastól
  • Íslenska // Icelandic