
Já ég þori, get og vil! Lautarferð í Lystigarðinum
Fimmtudaginn 4. september kl. 17:00-19:00 bjóða Kjölur, Eining-Iðja og FVSA félagsfólki og fjölskyldum þeirra til lautarferðar í Lystigarðinum í tilefni af Kvennaári 2025.
- Vandræðaskáld spila
- Kaffi, kakó og kleinur
- Blöðrudýrin600 mæta og skapa blöðrulistaverk fyrir börnin
Hittumst á flötinni við garðskálann og eigum ljúfa stund saman. Gestir eru hvattir til þess að taka með sér teppi eða stóla og góða skapið.