Fyrirpartý og útgáfuhóf

Við bjóðum til fyrirpartýs fyrir stórtónleika Kvennaárs! Fyrirpartýið verður í andyri og garði Hallveigarstaða. Kvennafélögin sem eiga Hallveigarstaði, Kvenréttindafélag Íslands, Kvenfélagasamband Íslands og Bandalag kvenna í Reykjavík bjóða upp á kaffi, kleinur og léttar veigar.

Á sama tíma fögnum við 74. útgáfu tímaritsins 19. júní en blaðið verður hægt að skoða á staðnum, sjóðheitt úr prentvélunum. Við fylkjum svo liði í Hljómskálagarðinn á Kvennavöku, stórtónleika kvennaárs.

Öll velkomin ❤

UPPLÝSINGAR

  • Umsjón: Kvenréttindafélag Íslands, Kvenfélagasamband Íslands, Bandalag kvenna í Reykjavík
  • 19. júní kl. 17:00
  • Hallveigarstaðir, Túngata 14, Reykjavík, 101
  • [event_custom_fields field="Tungumál"]
  • [event_custom_fields field="Aðgengi"]