
Ég þori ! Ég get ! Ég vil ! – vinnustofa með ungmennum á Höfn í Hornafirði
Málþing og vinnustofur þar sem ungmennum í 9. og 10. bekk í Grunnskóla Hornafjarðar er boðið að taka þátt. Í upphafi verður bókin Ég þori! Ég get ! Ég vil eftir Lindu Ólafsdóttur kynnt og í kjölfarið flytja tvær sterkar konur frá Höfn í Hornafirði erindi um afstöðu sína til málaflokksins. Einnig verður Jafnréttisáætlun sveitarfélagsins kynnt fyrir ungmennunum.
Að því loknu verða haldnar vinnustofur þar sem ungmennin fá að ræða um upplifun þeirra af erindum morgunsins, hvernig þeim finnst núverandi staða vera og hvað brennur á þeim í tengslum við framtíðina.
Í kjölfarið verða niðurstöður teknar saman og kynntar á heimasíðu Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar sem og á síðu Sveitarfélagsins.