Aðfluttar kvenraddir: Vendipunktar

Verkefnið Vendipunktar: Aðfluttar kvenraddir býður stjórnmálafólki, borgarstjórn, samfélagssamtökum og áhugasömum íbúum – ásamt fólki með reynslu af því að flytja frá öðrum löndum til Íslands – til að vera með okkur á viðburði og taka þátt í hugmyndaríkri umræðu.

Vendipunktar segir frá konum sem hafa sest að á Íslandi á meira en 1000 ára tímabili, hafa yfirgefið önnur lönd til þess að gera Ísland að heimili sínu – vegna ástar, í leit að öryggi og stundum án þess að eiga annarra kosta völ. Með aðstoð ýmissa miðlunartækja munum við hitta konur allt frá tímum Íslendingasagna til nútímans og hlusta á sögur þeirra, bæði í upptökum og lifandi flutningi.

Að leikflutningi loknum munu höfundarnir/rannsakendurnir Emily Lethbridge og Sarah Woods stýra sérsniðnu og skapandi ferli sem byggir á aðferðum “Action Research”, “Participatory Democracy” og “Legislative Theatre” til að hefja ferska umræðu um hvar við erum stödd og hvert við viljum stefna sem samfélag.

UPPLÝSINGAR

  • Umsjón: Kvennaspor, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
  • 24. október kl. 08:00
  • Fyrirlestrasalur í Eddu, hús íslenskunnar, Arngrímsgata 5, Reykjavík, 107
  • [event_custom_fields field="_ecp_custom_6[]"]
  • [event_custom_fields field="Aðgengi"]