Að missa réttindi sín

Yfirráð yfir eigin líkama er grundvallaratriði femínískrar baráttu. Á undanförnum árum hafa konur víða um heim misst réttindi sem áunnist höfðu með þrotlausri baráttu kvenna sem á undan komu. Yfirráði yfir eigin líkama er í mörgum löndum stefnt í hættu með þrengri þungunarrofslöggjöf, til að mynda í nokkrum löndum í Austur-Evrópu. Í Afganistan hafa konur misst öll grundvallarmannréttindi sín og mega ekki tala á almannafæri, mennta sig eða velja sjálfar hvað um líkama þeirra verður. Á Íslandi voru sett tímamótalög árið 2019 þar sem þungunarrof varð réttur en ekki undanþága frá banni.


Til að ræða missi réttinda kvenna og afturför í femínískri baráttu koma góðir gestir í Hannesarholt, heimili heimsmarkmiðanna og eiga umræðu um stöðu heimsmarkmiðs númer 5, yfirráð yfir eigin líkama, þungunarrof og missi réttinda. Frummælendur eru Svandís Svavarsdóttir, fv. ráðherra, Tatjana Latinovic, formaður Kvenréttindafélags Íslands og fleiri. Umræðustjóri er Elva Hrönn Hjartardóttir, leiðtogi í stafrænni markaðssetningu hjá UN Women á Íslandi.


Viðburðurinn er í tilefni af Kvennaári og er samstarfsverkefni Hannesarholts, UN Women á Íslandi og Kvenréttindafélags Íslands.

UPPLÝSINGAR

  • Umsjón:
  • 1. október kl. 17:30
  • Viðburðinum verður streymt, Viðburðurinn er aðgengilegur á hjólastól
  • Íslenska // Icelandic