
ÞÆR, Gerla – Guðrún Erla Geirsdóttir // Einkasýning í Glerhúsinu
Gerla – Guðrún Erla Geirsdóttir ‒ sýnir um 25 ný verk unnin 2023–2025 í Glerhúsinu. Verkin sækja innblástur í útsaum og handverk kvenna frá aldamótunum 1900, þar sem persónuleg og pólitísk reynsla fléttast saman í textíl, minni og efni.
Sýningin er haldin fimmtíu árum eftir kvennaverkfallið og minnir á mikilvægt framlag kvenna til menningar og samfélags. Í verkum sínum fléttar Gerla saman líkama, minni og femíníska reynslu. Hún heiðrar konur sem störfuðu í skugga og sýnir hvernig arfleifð þeirra heldur áfram að móta okkur.
Í tilefni sýningarinnar gefur listakonan út nýja listabók, þar sem dregið er fram samspil handverks, minna og femínískrar arfleifðar í verkum hennar.
Opnun sunnudaginn 12. október kl. 14.00. Léttar veitingar í boði.
Listamannaspjall verður sunnudaginn 26. október kl. 16.
Opnunartímar: fimmtudaga og föstudaga kl. 15–18 laugardaga og sunnudaga kl. 14–18 Síðasti sýningardagur: 2. nóvember 2025.