quean : kven : queen

quean : kven : queen er nýtt verk úr smiðju tónlistarkonunnar Sóleyjar Stefánsdóttur og leikstjórans Samantha Shay.
Sóley og Samantha hafa lengi unnið saman í gegnum tónlist, kvikmyndir og dans og hefur samstarf þeirra síðustu ára litast meðal annars af brennandi áhuga þeirra á viðfangsefnum kvenna (vist-femínisma) og jarðarinnar og þær hliðstæður sem finna má í orðræðu um konur og jörðina.
Þann 24. október, á 50 ára afmæli kvennaverkfallsins á Íslandi, vinna Sóley og Samantha saman í fyrsta sinn að lifandi flutningi. Verkið hefst á djúpri og gegndarlausri þögn, sem umbreytist hægt í andstæðu sína, hvar liggja mörk þagnar og hávaða, hvað gerðist þegar konur gengu út?
Verkið er lifandi skúlptúr þar sem þemu femínisma og undirokunar sýna okkur hvernig valdníðandi kerfi heimsins tengjast hvort öðru innbyrðis. Verkið er á sama tíma óður til samstöðu kvenna.
Tónlistarfólk, dansarar, leikarar og sjónrænar áferðir umlykja rýmið. Einstakur hljómburður sem Salurinn skapar býður áhorfendum upp á umhverfi til að hugleiða og kanna heiminn sem við syrgjum — en á sama tíma sýna auðmýkt og þakklæti til formæðra okkar og þrautseigrar baráttu þeirra.

UPPLÝSINGAR

  • Umsjón:
  • 24. október kl. 20:00
  • Salurinn, Hamraborg 6, Kópavogur, 200
  • Gott aðgengi, lyfta.
  • Enska // English