
Kennslukonur í Húnavatnssýslum: frá Húsmæðraskólanum á Ytri – Ey til Kvennaskólans á Blönduósi
Almenningsbókasöfn um land allt sameina krafta sína undir merkjum verkefnisins ,,Læsi á stöðu og baráttu kvenna“ í tilefni af Kvennaári 2025. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá með lestur, samveru og lestrarupplifun í forgrunni. Í A-Hún verður í boði þemavika á bóka- og skjalasafninu 17. -24. október og ljósmyndasýning þriðjudaginn 21. október kl. 16:30 – 17:30: ,,Kennslukonur í Húnavatnssýslum: frá Húsmæðraskólanum á Ytri – Ey til Kvennaskólans á Blönduósi“. Þar sýnum við úrval af ljósmyndum og æviágrip kvenna sem höfðu mikilvægt hlutverk í samfélaginu í tengslum við kennslu, bækur og lestur. Einnig kennara sem fóru erlendis í nám og athafnakonur sem voru með eigin rekstur, til dæmis bókabúð!