Áfram stelpur! í 50 ár

Á fimmtíu ára afmæli hins sögulega kvennafrís árið 1975 koma leikkonur á öllum aldri saman og flytja kraftmikla dagskrá í tali og tónum í Þjóðleikhúskjallaranum. Leikkonur sem tóku þátt í söngdagskrá á Lækjartorgi á kvennafrídeginum 24. október 1975 og sendu frá sér hina geysivinsælu hljómplötu Áfram stelpur mynda kjarnann í hópnum en þær voru jafnframt þátttakendur í kabarettsýningunni Ertu nú ánægð, kerling? sem sýnd var í Þjóðleikhúskjallaranum vorið áður.
Á sýningunni verða þessari sögu gerð skil og tónlistin af plötunni flutt og leitast við að skoða hvað hefur áunnist á þessum fimmtíu árum og hvað mætti ennþá betur fara.


Umsjón: Steinunn B. Jóhannesdóttir og Brynhildur Björnsdóttir

UPPLÝSINGAR

  • Umsjón: Bókasafn Héraðsbúa
  • 21. október kl. 20:00
  • Hannesarholt, Grundarstígur 10, Reykjavík, 101
  • Aðgengismál í Þjóðleikhúskjallaranum má kynna sér hér https://leikhusid.is/adgengi/
  • Íslenska // Icelandic