
Svava – heimildamynd
Mynd Hrefnu Haraldsdóttur frá árinu 2004 verður sýnd á tónlistardeild Bókasafns Hafnarfjarðar. Svava Jakobsdóttir var einn fremsti rithöfundur Íslendinga á 20. öld auk þess að vera mikil baráttukona á sviði kvenfrelsismála og hafði með sögum sínum, leikritum og sjónvarpsverkum mikil áhrif á samtíð sína. Í heimildarmyndinni er rætt við nokkra einstaklinga sem þekkja vel til einstakra þátta í skáldskap og fræðistörfum Svövu.