Kona að störfum – kvikmyndasýning

Í tilefni af 50 ára afmæli Kvennafrídagsins standa Þjóðminjasafn Íslands, Kvikmyndasafn Íslands og Kvennasögusafn Íslands fyrir kvikmyndasýningu og fyrirlestri sem ber yfirskriftina Kona að störfum. Viðburðurinn fer fram í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins, á 1. hæð safnsins, þriðjudaginn 21. október, kl. 12-13.

Á kvikmyndasýningunni Kona að störfum, verða sýnd einstök kvikmyndabrot af konum við fjölbreytt störf til sjávar og sveita, en einnig seinni tíma störf sem tákn um breytta tíma og augljósa þátttöku kvenna í þjóðfélaginu. Um er að ræða myndefni sem að hluta til hefur ekki áður komið fyrir almenningssjónir. Gunnar Tómas Kristófersson sérfræðingur á Kvikmyndasafni Íslands mun fjalla um myndefnið og segja frá gerð þess. Þá mun Rakel Adolphsdóttir fagstjóri Kvennasögusafns Íslands flytja fyrirlestur um störf kvenna og dýpka skilning okkar á því sem fyrir augu ber.

Sýningin verður í fyrirlestrarsal á jarðhæð safnsins. Ókeypis er inn á viðburðinn.

UPPLÝSINGAR

  • Umsjón: Borgarleikhúsið
  • 21. október kl. 12:00
  • Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41
  • Viðburðurinn er aðgengilegur á hjólastól
  • Íslenska // Icelandic