
90’s kvennarokk á Lemmy
90’s kvennarokk verður í aðalhlutverki á Lemmy þann 25.október næstkomandi. Lög frá Skunk Anansie, The Cranberries, Alanis Morisette , No doubt , Hole, Sinéad O’Connor, K’s Choice, Portishead og fleiri tónlistarkonum munu heyrast kröftuglega og lyfta aðeins þakinu frá.
Hljómsveitin:
– Aldís Fjóla – Söngur
– Kristófer Nökkvi Sigurðsson – Trommur
– Erla Stefánsdóttir – Bassi
– Halldór Sveinsson – Fiðla og hljómborð
– Brynhildur Oddsdóttir – Gítar
– Friðrik Jónsson – Gítar
Tónleikar hefjast klukkan 21 og hægt verður að borga það sem þið getið (e.pay what you can) á staðnum.