
Kröfur ungra kvenna og kvára á Kvennaári
Femme Empower hópurinn á Íslandi í samstarfi við LAUFEY, Ungmennaráð Kvenréttindafélags Íslands, kynnir kröfur ungra kvenna og kvára á Kvennaári.
Fundurinn er haldinn í tengslum við verkefnið Femme Empower sem er styrkt af Evrópusambandinu (ESB) og fer fram í fimm Evrópulöndum: Íslandi, Litháen, Portúgal, Póllandi og Rúmeníu.
Innan verkefnisins fór fram víðtækt samráðsferli þar sem rúmlega 900 ungir einstaklingar deildu reynslu sinni af jafnrétti, misrétti og mismunun. Niðurstöðurnar liggja nú fyrir sem sameiginleg kröfugerð til Evrópusambandsins og sem sértækar forgangskröfur hvers lands.
Forgangsmálið á Íslandi er ofbeldi gegn ungum konum og kvárum.
Fundurinn í Reykjavík fer fram í kjölfar þess að kröfugerð Femme Empower hefur þegar verið kynnt fyrir Framkvæmdastjórn ESB og rædd með þingmönnum Evrópuþingsins í Brussel.
Nú er komið að því að kynna forgangskröfur Íslands fyrir stjórnmálafólki, félagasamtökum og öðrum lykilaðilum í jafnréttismálum hér heima.
Í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá fyrsta kvennaverkfallinu er sérstaklega mikilvægt að hlusta á raddir ungu kynslóðarinnar!
Vinsamlega staðfestu þátttöku ykkar með tölvupósti á femempowericeland@gmail.com eigi síðar en 18. október.
Við hlökkum til að sjá ykkur og ræða málin.