VIÐ ERUM MARGAR – 50 ára afmælissýning Kvennasögusafns Íslands

VIÐ ERUM MARGAR er sýning á safnkosti Kvennasögusafns Íslands, sem haldin er í tilefni af 50 ára afmæli safnsins. Þema sýningarinnar er félög, vinna og verkföll kvenna. Opnun hennar fer fram á Landsbókasafni föstudaginn 17. október 2025, kl. 15-17. Ávörp og veitingar.

Kvennasögusafn var stofnað 1. janúar 1975 á heimili fyrstu forstöðukonunnar, Önnu Sigurðardóttur, í blokkaríbúð hennar við Hjarðarhaga. Stofnun safnsins var fyrsti íslenski viðburðurinn á alþjóðlegu kvennaári Sameinuðu þjóðanna en árið 2025 hefur einnig verið útnefnt Kvennaár.

UPPLÝSINGAR

  • Umsjón: Kvennasögusafn Íslands
  • 17. október kl. 15:00
  • Landsbókasafn, Þjóðarbókhlaðan
  • https://landsbokasafn.is/index.php?page=adgengi-fatladir
  • Bæði íslenska og enska // Both Icelandic and English