
Húsavík // Samstöðufundur
Fjölbreytt skemmtidagskrá í höndum þingeyskra kvenna og kvára, sem leiða saman krafta sína og hræra saman magnaða blöndu, sem samanstendur af krafti, gleði og samstöðu.
Dagskráin innifelur hvatningarræðu, ljóðalestur, fjöldasöng og spádóma. Þar að auki verður fjallað um skáldkonuna Jakobínu Sigurðardóttur (1918–1994).
Við skemmtum sjálfum okkur og öðrum og tökum okkur allt það pláss sem við mögulega þurfum á að halda.