
Kosmískt Skítamix
Hljómsveitin Eva var einu sinni up and coming framúrstefnu hljómsveit og sviðslistahópur en þarf nú að horfast í augu við raunveruleikann; andleg veikindi, dauðann, adhd greiningar, snemmbúið breytingaskeið og þá staðreynd að þær hafa ekki samið nýtt lag í fimm ár. Nú bretta þær upp ermarnar og segja fólkinu frá því sem á daga þeirra hefur drifið í þessum grátbroslega en kosmíska tónleik ennþá með þá von í hjartanu að veita áhorfendum varanlegt kaþarsis og jafnvel splunku nýju lagi. Verkið Kosmískt skítamix er ferðasaga vinkvenna og vinnufélaga í gegnum örmögnun og þá ómögulegu vinnu að skapa listaverk sem bjargar heiminum.
Höfundar og flytjendur: Sigríður Eir Zophoníasardóttir og Vala Höskuldsdóttir
Dramaturg: Egill Andrason
Leikmynd og búningar: Rebekka Ingimundardóttir
Ljósahönnun: Hafliði Emil Barðason
Ljósmyndun og videogerð: Björgvin Sigurðarson
Grafísk hönnun: Rakel Tómasdóttir
Hljóðblöndun og tækni: Brett Smith
Framleiðsla: Hljómsveitin Eva í samstarfi við MurMur productions/Davíð Freyr Þórunnarson
Sýningin er styrkt af Sviðslistasjóði og Listamannalaunum