Kvennakraftur í Kópavogi | Læsi á stöðu og baráttu kvenna

Fimmtudaginn 23. október verður haldið málþing á Bókasafni Kópavogs til heiðurs þremur öflugum konum sem störfuðu og/eða bjuggu í Kópavogi, þeim Huldu Dóru Jakobsdóttur, Gerði Helgadóttur og Ástu Sigurðardóttur.

Fundarstjóri er Arndís Þórarinsdóttir.

,,Í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá því að konur á Íslandi lögðu niður launuð sem ólaunuð störf sín og stöðvuðu þannig samfélagið hafa fjölmörg samtök tekið höndum saman og lýst því yfir að árið 2025 sé Kvennaár — ár þar sem baráttan gegn kynbundnu ofbeldi og vanmati á framlagi kvenna og kvára nær nýjum hæðum — en líka ár þar sem við komum saman í krafti samstöðu og dönsum, öskrum og syngjum.“

Málþingið er partur af verkefninu Læsi á stöðu og baráttu kvenna sem er samstarfsverkefni almenningsbókasafna á Íslandi í tilefni af Kvennaári 2025.

Verkefnið er styrkt af Bókasafnasjóði.

UPPLÝSINGAR

  • Umsjón: Bókasafn Kópavogs
  • 23. október kl. 17:00
  • Bókasafn Kópavogs, Hamraborg 6a, Kópavogur, 200
  • Viðburðurinn er á annarri hæð, hægt er að ganga í bygginguna bæði af annarri og fyrstu hæð, og þar er lyfta og salerni fyrir fatlaða.
  • Íslenska // Icelandic