„Ég vild’ég væri Pamela í Dallas“

„Ég vild´ég væri Pamela í Dallas“
Bókasafn Héraðsbúa | 19. október kl. 15:00 – 17:00

Fram koma: Gréta Sigurjónsdóttir úr hljómsveitinni Dúkkulísurnar, Halla Kristjánsdóttir úr hljómsveitinni Without the balls og Ína Berglind Guðmundsdóttir tónlistarkona og nemi í ME.

Flutt verða lög frá ýmsum tímabilum, textarnir verða síðan lesnir upp til að skoða hvort finna megi í þeim skírskotanir í samtímann, tíðarandann og kvennabaráttuna.

Boðið verður upp á veitingar í hléi.

Viðburðurinn er styrktur af Bókasafnasjóði og hluti af verkefninu Læsi á stöðu og baráttu kvenna en almenningsbókasöfn um land allt sameina krafta sína undir merkjum verkefnisins í tilefni af Kvennaárinu 2025.

Á Íslandi, rétt eins og austan hafs og vestan, höfum við upplifað bakslag í jafnréttisbaráttunni. Afturhaldssöm kynjahlutverk og jaðarsetning á grundvelli kyns eru nú orðin sýnilegri aftur í takt við staðalímyndir sem ríktu fyrir hálfri öld síðan. Áreiti og ofbeldi er tíðara og orðræðan í garð kvenna og kvára hatursfyllri.
Með þessu samstarfsverkefni vilja almenningsbókasöfn styrkja tengslin við einstaklinga, félagasamtök eða stofnanir sem vinna að jafnréttismálum með einum eða öðrum hætti í sínu nærsamfélagi og skapa saman áhugaverða dagskrá í samfélagsrýmum bókasafnanna.

Hér er hægt að fylgjast með framgangi verkefnisins og viðburðadagskrá bókasafnanna auk þess sem birt verður umfjöllun um viðburðina á hverjum stað ásamt myndum.

Samstarfsaðilar:
Amtsbókasafnið Akureyri · Amtsbókasafnið Stykkishólmi · Borgarbókasafnið Grófinni · Borgarbókasafnið Kringlunni · Bókasafn Árborgar · Bókasafn Garðabæjar · Bókasafn Hafnarfjarðar · Bókasafn Héraðsbúa · Bókasafn Kópavogs · Bókasafn Mosfellsbæjar · Bókasafn Reykjaness · Bókasafn Suðurnesjabæjar · Bókasafn Vesturbyggðar · Héraðsbókasafn A-Húnavatnssýslu · Héraðsbókasafn Borgarfjarðar · Héraðsbókasafn Rangárvallarsýslu · Kvenréttindafélag Íslands · Menningarmiðstöð Hornafjarðar · Safnahús Vestmannaeyja

UPPLÝSINGAR

  • Umsjón: Bókasafn Héraðsbúa
  • 19. október kl. 15:00
  • Bókasafn Héraðsbúa, Laufskógar 1, Egilsstaðir, 700
  • Íslenska // Icelandic