Kynja- og margbreytileikasjónarmið á Kvennaári: gagnkynja og hinsegin samböndum

Kynjafræði við Stjórnmálafræðideild, í samvinnu MARK – Miðstöð margbreytileika og kynjarannsókna, býður til fundaraðar um kynja- og margbreytileikasjónarmið á Kvennaári.
Í þetta sinn er sjónum beint að áherslum Kvennaárs um ólaunaða vinnu og umönnunarábyrgð, og kynntar verða niðurstöður rannsóknar á hugrænni vinnu eða „þriðju vaktinni“ í gagnkynja og hinsegin samböndum.


Fyrirlesari er Ragnheiður Davíðsdóttir, MA í kynjafræði. Erindi Ragnheiðar ber heitið: Þriðja vaktin á íslenskum heimilum: Dulin misskipting í jafnréttisparadís?
Í pallborði verða Gabríel Benjamín, fulltrúi í jafnréttisnefnd VR, og Anton Örn Karlsson, deildarstjóri Þróunar hjá Hagstofu Íslands.
Fundarstjóri verður Finnborg S. Steinþórsdóttir, lektor í kynjafræði.


Um fundaröðina:

Margt hefur áunnist í jafnréttismálum síðustu áratugi, og til að stuðla að framþróun er gagnlegt að skapa vettvang þar sem rannsakendur og hagaðilar, sem eru nú þegar að vinna gott verk á sviðinu, geta rýnt stöðuna og rættt helstu áskoranir.
Kvennaár hefur sett fram kröfur sem má skipta upp í þrjár áherslur: vanmat á kvennastörfum og launajafnrétti; ólaunaða vinnu og umönnunarábyrgð; og kynbundið ofbeldi.
Á hverjum fundi verður eitt áherslusvið tekið fyrir, með kynja- og margbreytileikasjónarmið í forgrunni.

UPPLÝSINGAR

  • Umsjón: Kynjafræði við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands
  • 9. október kl. 12:00
  • Háskólatorg HT-103, Háskóla Íslands, Reykjavík
  • Aðgengi að og innan Háskólatorgs, auk salernisaðstöðu, er aðgengileg. Viðburðurinn fer fram í kjallara, en lyfta er frá aðalhæð.
  • Íslenska // Icelandic