Upplýsingaskilti vígt við leiði Ingunnar Einarsdóttur frumkvöðuls í dýravernd

Þann 27. ágúst verða liðin 175 ár frá fæðingu Ingunnar Einarsdóttur frumkvöðuls í dýravernd. Að því tilefni verður vígt upplýsingaskilti við leiði hennar í Hólavallagarði miðvikudaginn 27. ágúst kl 14:30 í samstarfi við Kvennaár og Kirkjugarða Reykjavíkur.

Ingunn Einarsdóttir átti ríkan þátt í að koma á umbótum í þágu dýra á upphafsárum dýraverndar á Íslandi. Hún var ein af stofnendum Dýraverndunarfélags Íslands (nú Dýraverndarsamband Íslands) árið 1914. Ingunn hafði forgöngu um að félagið gæfi út blaðið Dýraverndarann árið 1915 sem vakti sívaxandi skilning meðal almennings um velferð dýra. Hún hvatti til þess að félagið myndi opna skýli fyrir aðkomuhesta í Reykjavík árið 1918 sem varð vísir að fyrsta dýraathvarfi og dýraspítala landsins.

Dagskrá

  • Ávarp forseta Íslands
  • Ávarp formanns DÍS
  • Tónlist – Helga Margrét Clarke og Gunnur Arndís Halldòrsdòttir

Öll velkomin.

Gengið er inn í garðinn norðaustan megin.

UPPLÝSINGAR

  • Umsjón: Dýraverndarsamband Íslands
  • 27. ágúst kl. 14:30
  • Hólavallagarður, Suðurgata, Reykjavík, 101
  • [event_custom_fields field="_ecp_custom_6[]"]
  • [event_custom_fields field="Aðgengi"]