Tímalínan
júní 1885
Bríet Bjarnhéðinsdóttir
140 ár frá því Bríet Bjarnhéðinsdóttir (1856-1940) fékk birta grein um kvenréttindi í Fjallkonunni og varð þar með fyrst kvenna til að fá birta grein eftir sig í blaði á [...]
febrúar 1895
Fyrstu kvennablöðin
130 ár frá því að fyrstu kvennablöðin komu út, annars vegar Framsókn á Seyðisfirði (8. janúar 1895) og hins vegar Kvennablaðið (21. febrúar 1895) í Reykjavík
apríl 1895
Stofnun Hvítabandsins
Stofnun Hvítabandsins sem einnig tók þátt í kvennaframboðunum í upphafi 20. aldar. Stofnað 17. apríl 1895.
janúar 1900
Giftar konur fengu yfirráð yfir eigin tekjum og eignum með lagasetningu
júní 1915
Kosningaréttur til Alþingis
110 ár frá því að konur 40 ára og eldri fengu kosningarétt til Alþingis.
maí 1920
Allar konur fengu kosningarétt til Alþingis
febrúar 1930
Kvenfélagasambands Íslands stofnað
maí 1940
„Ástandið“
Hernámi Breta á Íslandi. Þá hófst „ástandið“ og hörmuleg meðferð á konum.
janúar 1960
Kona varði doktorsritgerð frá Háskóla Íslands í fyrsta sinn
Kona varði doktorsritgerð frá Háskóla Íslands í fyrsta sinn. Selma Jónsdóttir lauk prófi í listfræði, varði doktorsritgerð sína við HÍ 16. janúar 1960.
október 1960
Lög nr. 60, 1960 um launajöfnuð karla og kvenna sett
65 ár frá því að Lög nr. 60, 1960 um launajöfnuð karla og kvenna sett: Á árunum 1962-1967 skulu laun kvenna hækka til jafns við laun karla fyrir sömu störf [...]
apríl 1970
Stofnun Rauðsokkahreyfingarinnar
október 1970
Kona varð ráðherra ríkisstjórnar Íslands
55 ár frá því kona varð ráðherra ríkisstjórnar Íslands í fyrsta sinn, Auður Auðuns (skipuð 10. október 1970)
janúar 1975
Stofnun Kvennasögusafnsins
júní 1975
Kvennaári Sameinuðu þjóðanna
50 ár frá kvennaári Sameinuðu þjóðanna og fyrstu kvennaráðstefnu Sþ í Mexíkó. (19. júní – 2. júlí 1975)
október 1975
Fyrsti kvennafrídagurinn
nóvember 1975
Stofnun Thorvaldsensfélagsins
150 ár frá stofnun Thorvaldsensfélagsins. Það var fyrsta félagið sem ræddi kvenréttindi og tók þátt í kvennaframboðshreyfingu kvenna 1908-1926. Stofnað 19. nóvember 1875.
júní 1980
Kjör Vigdísar Finnbogadóttur
45 ár frá kjöri Vigdísar Finnbogadóttur til embættis forseta Íslands.
júlí 1980
Önnur kvennaráðstefna Sameinuðu þjóðanna
45 ár frá annarri kvennaráðstefnu Sþ í Kaupmannahöfn.
júlí 1985
Lok kvennaáratugar Sameinuðu þjóðanna
40 ár frá lokum kvennaáratugar Sameinuðu þjóðanna og þriðju kvennaráðstefnu Sþ í Kenýa. (15. – 26. júlí 1985)
september 1985
Ráðstefna um kvennarannsóknir haldin
40 ár frá því að fyrsta ráðstefnan um kvennarannsóknir var haldin. Hún leiddi til stofnunnar RIKK (Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum).
október 1985
Annar kvennafrídagurinn
mars 1990
Stofnun Stígamóta
júní 1995
Jafn réttur kvenna og karla
30 ár frá því að stjórnarskrárákvæði um jafnan rétt kvenna og karla var samþykkt.
september 1995
Fjórða kvennaráðstefna Sameinuðu þjóðanna
30 ár frá fjórðu kvennaráðstefnu Sþ og samþykkt Pekingsáttmálans. (4. – 15. september 1995)
júní 2000
Ný fæðingarorlofslög
25 ár frá samþykkt nýrra fæðingarorlofsaga sem tryggðu óyfirfæranlegan rétt feðra til fæðingarorlofs.
september 2000
Stofnun Jafnréttisstofu
október 2000
Samþykkt um konur, frið og öryggi
25 ár frá samþykkt ályktunar Sþ nr. 1325 um konur, frið og öryggi.
október 2005
Þriðji kvennafrídagurinn
mars 2010
Kynjakvóti í öllum opinberum nefndum, ráðum og stjórnum samþykktur
júní 2010
Réttur allra til að ganga í hjónaband
15 ár frá samþykkt laga sem tryggja rétta allra til að ganga í hjónaband (ein lög fyrir allra). 27. júní 2010
mars 2015
„Free the Nipple“
Ungar konur risu upp gegn stafrænu ofbeldi með hreyfingunni „Free the Nipple“
maí 2015
„Beauty Tips“
Ungar konur risu upp gegn kynbundu ofbeldi með hreyfingunni „Beauty Tips“.
júní 2015
100 ára afmæli kosningaréttar kvenna
10 ár frá því að haldið var upp á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Stytta af Ingibjörgu H. Bjarnason var afhjúpuð fyrir utan Alþingishúsið.
október 2020
100 ára afmæli kosningaréttar allra kvenna
5 ár frá því að haldið var upp á 100 ára afmæli kosningaréttar allra kvenna með útkomu bókarinnar „Konur sem kjósa“.