1. maí // Reykjavík

Kvennaársandinn svífur yfir vötnum á viðburðum í tilefni að alþjóðlegum baráttudegi verkalýðs. Að því tilefni tekur Kvennaár saman dagskrá víðsvegar um landið.

Dagskrá

13:00 Safnast saman á Skólavörðuholti.

13:30 Kröfuganga // Gengið niður Skólavörðustíg, Bankastræti og Austurstræti að Ingólfstorgi. Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur spila á Skólavörðuholti og síðan í göngunni niður á Ingólfstorg.

14:00 Útifundur // Ingólfstorgi.

Útifundur

Ræðu flytja Karla Esperanza Barralaga Ocón starfskona í umönnun, trúnaðarmaður og stjórnarmaður í Eflingu og Jóhanna Bárðardóttir rafveituvirki, rafvirki og trúnaðarmaður RSÍ.

Mammaðín og Una Torfa taka lagið og í lok fundarins verður samsöngur.

Fundarstýra er Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir sviðshöfundur og listakona og Margrét Pétursdóttir mun táknmálstúlka. Dagskráin verður jafnframt textatúlkuð á ensku.

Upplýsingar

  • Skólavörðuholt, Hallgrímstorg 1, Reykjavík, 101
  • 1. maí kl. 13:00
  • Umsjón: 1. maí