Bíósýning á Bókasafni Reykjanesbæjar

Árið 2025 eru liðin 50 ár frá því að konur á íslandi lögðu niður launuð sem ólaunuð störf sín og stöðvuðu þannig samfélagið.


Af því tilefni verður kvikmyndin The day Iceland stood still sýnd í Félagbíói í Aðalsafni Bókasafns Reykjanesbæjar sunnudaginn 21. september. Dagskráin hefst kl. 15 og fyrir sýningu myndarinnar mun Gunnhildur Þórðardóttir flytja ljóð fyrir gesti. Eftir sýningu myndarinnar mun Hrafnhildur Gunnarsdóttir, handrithöfundur og aðalframleiðandi, spjalla við gesti um ferlið á bak við gerð kvikmyndarinnar.

Sýning myndarinnar er í boði VSFK og Bókasafns Reykjanesbæjar.

UPPLÝSINGAR

  • Umsjón: Bókasafn Reykjanesbæjar – Aðalsafn
  • 21. september kl. 15:00
  • Bókasafn Reykjanesbæjar, Hjallavegur 2, Reykjanesbær, 260
  • Viðburðurinn er á fyrstu hæð aðgengi er fyrir hjólastólanotendur í húsinu.
  • Bæði íslenska og enska // Both Icelandic and English